Opið er fyrir umsóknir um námsstyrki úr Menntasjóði Viðskiptaráðs frá og með 7. desember 2021. Umsækjendur þurfa að vera í fullu framhaldsnámi erlendis. Að þessu sinni verða veittir fjórir styrkir, hver að upphæð 1.000.000 kr.
Karlotta Halldórsdóttir, hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, og Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, ræddu stöðu og horfur á fasteignamarkaði í Föstudagskaffi Viðskiptaráðs í morgun.
Næsta Föstudagskaffi Viðskiptaráðs verður föstudaginn 12. nóvember klukkan 9. Þar munu Karlotta Halldórsdóttir, hagfræðingur hjá HMS, og Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri VÍ, rýna í stöðuna á fasteignamarkaðnum.
Sætanýting flugfélaga sem fljúga til Íslands er um 20% minni en til annarra sambærilegra áfangastaða. Leiða má líkur að því að harðari takmarkanir á landamærum Íslands en annars staðar á EES-svæðinu sér orsök þess.
Í vetur munum við standa fyrir stuttum veffundum annan hvern föstudagsmorgun undir yfirskriftinni föstudagskaffi Viðskiptaráðs. Fyrsti fundurinn verður haldinn föstudaginn 29. otkóber.
Í ljósi tilkynningar Samkeppniseftirlitsins telja Samtök atvinnulífsins (SA) og Viðskiptaráð Íslands (VÍ) sig knúin til að koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri.
Viðskiptaráð Íslands boðar til morgunfundar með forystufólki stjórnmálaflokka í aðdraganda Alþingiskosninga. Fundurinn er opinn aðildarfélögum Viðskiptaráðs.
Það er mat Viðskiptaráðs að leggja skuli áherslu á að auka hagkvæmni og skilvirkni í rekstri innan heilbrigðiskerfisins og hefur ráðið skilgreint fimm leiðir í þá átt.
Elísa Arna Hilmarsdóttir hefur tekið til starfa sem sérfræðingur á hagfræðisviði Viðskiptaráðs Íslands. Þá sinnir Sigrún Agnes Einarsdóttir tímabundnum verkefnum hjá Viðskiptaráði.
Viðskiptaráð fagnar breyttri nálgun heilbrigðisráðuneytisins á fyrirhugaðri reglugerð um lyfjaafhendingu. Mikilvægt er að tryggja að ekki sé komið í veg fyrir stafrænar lausnir sem einfalda líf einstaklinga.
Undanfarið hefur Gunnlaugur gegnt starfi upplýsingafulltrúa Rauða krossins á Íslandi en áður starfaði hann á samskiptasviði hugbúnaðarfyrirtækisins Milestone Systems í Kaupmannahöfn.
Sjö útskriftarnemar úr Háskólanum í Reykjavík tóku við viðurkenningu frá Viðskiptaráði Íslands við útskriftarathöfn sem fram fór laugardaginn 19. júní síðastliðinn
Viðurkenning fyrir samfélagsskýrslu ársins var veitt við hátíðlega athöfn í Húsi atvinnulífsins í gær. Tvö fyrirtæki voru talin hafa kynnt eftirtektarverðustu skýrslurnar.