Opið er fyrir umsóknir til námsstyrkja úr Menntasjóði Viðskiptaráðs fyrir framhaldsnema erlendis. Umsóknarfrestur er til og með 11. janúar 2019. Tilkynnt er um styrkþega á Viðskiptaþingi þann 14. febrúar 2019.
Sannkölluð hátíðarstund var í húsakynnum Arion Banka í morgun þar sem hvatningarverðlaun viðskiptalífsins um eftirtektaverða notkun á íslenskri tungu voru veitt í fyrsta skipti, á degi íslenskrar tungu.
Hinn árlegi Peningamálafundur Viðskiptaráðs fór fram í gær og bar hann yfirskriftina „Hávaxtaland að eilífu?“ enda haldinn í kjölfar vaxtahækkunar Seðlabankans. Að vanda voru líflegar umræður og margt áhugavert kom fram.
Í dag undirrituðu utanríkisráðuneytið og alþjóðlegu viðskiptaráðin sem starfa innan vébanda Viðskiptaráðs Íslands, samkomulag um að efla og formgera áralangt samstarf þessara aðila á sviði utanríkisviðskipta Íslands.
Lokað er á skrifstofu Viðskiptaráðs 5. nóvember og fyrri hluta dags 6. nóvember nk. vegna starfsferðar. Skrifstofan opnar aftur kl. 13.00 þann 6. nóvember.
Viðskiptaráð Íslands, Árnastofnun og Festa kalla eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna viðskiptalífsins um eftirtektarverða notkun á íslenskri tungu.
Verkefnið Skilvirkt lærdómssamfélag bar sigur úr býtum í Verkkeppni Viðskiptaráðs sem haldin var í annað sinn nú um helgina. Sigurvegarar Verkkeppni VÍ hyggjast umbylta aðgengi að námsefni en liðið var skipað einstaklingum á aldrinum 16-46 ára með afar fjölbreyttan bakgrunn.
Á ráðstefnu gærdagsins, Bylting í stjórnun! voru verðlaunin Bylting í stjórnun! veitt í fyrsta sinn en það fyrirtæki sem þótti mest hafa skarað fram úr var hugbúnaðarfyrirtækið Kolibri.
Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs, hélt erindi í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna á ráðstefnu um fjármögnun sjálfbærnimarkmiða Sameinuðu þjóðanna í New York. Jafnrétti kynjanna var eitt af meginþemum fundarins.
Hugtök eins og ánægja starfsmanna, þróun fyrirtækjamenningar, afburðarárangur í rekstri og ánægðir viðskiptavinir eru dæmi um þætti sem nýsköpun í stjórnun einblínir á.
Heimildarmyndin Hugvit leyst úr höftum er nú aðgengileg aftur á Sarpi RÚV. Heimildarmyndin fjallar um sögu Viðskiptaráðs Íslands í hundrað ár þar sem saga verslunar og viðskipta er þrædd frá 1917 til dagsins í dag.
Miðasala er hafin á ráðstefnu Viðskiptaráðs Íslands og Manino um nútíma stjórnunaraðferðir. Sérstök áhersla er á hvernig vinnustaðir geta eflt starfsfólk, innleitt hamingju og vinnukerfi sem laða fram hugmyndaauðgi starfsmanna.
Sumarlokun Húss atvinnulífsins er í tvær vikur frá og með 23. júlí. Hins vegar er opið hjá Viðskiptaráði Íslands frá 9:00 - 14:00 alla virka daga vegna afgreiðslu upprunavottorða og ATA skírteina. Húsið verður læst en hringja þarf í síma 510-7100.
Ísland hækkar um tvö sæti í úttekt IMD viðskiptaháskólans á stafrænni samkeppnishæfni og fer því úr 23. og upp í 21. sæti af 63. Frá 2014 hefur Ísland hækkað um sex sæti á listanum. Á tímum fordæmalausra tæknibreytinga og stafrænnar þróunar eru þetta gleðitíðindi. Einnig er jákvætt að Ísland sé að ...
Viðskiptaráð Íslands verðlaunaði útskriftarnemendur við útskrift HR sem fram fór laugardaginn 16. júní s.l. Viðskiptaráð hefur verðlaunað nemendur með þessum hætti frá því að HR útskrifaði sína fyrstu nemendur, en verðlaunagripurinn í ár var 100 ára hátíðarrit ráðsins er fer m.a. yfir sögu verslunar ...
Háskólinn í Reykjavík er einn af hundrað bestu ungu háskólum í heiminum í dag, samkvæmt lista Times Higher Education sem birtur var í gær. Á listanum eru háskólar 50 ára og yngri og er Háskólinn í Reykjavík í 89. sæti á listanum.
Viðurkenning fyrir samfélagsskýrslu ársins var veitt í fyrsta skipti í gærmorgun. Með viðurkenningunni vilja Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð, Stjórnvísi og Viðskiptaráð Íslands hvetja fyrirtæki til að setja sér mælanleg markmið og birta reglulega opinberlega, með vönduðum hætti, upplýsingar um ...
Gunnar Dofri Ólafsson hefur verið ráðinn lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Gunnar er með meistarapróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands og hefur víðtæka reynslu af bæði lögfræðistörfum og störfum í fjölmiðlum.
Á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, með Taro Kono, utanríkisráðherra Japans, 29. maí sl, var staðfest samkomulag um tímabundin atvinnuréttindi ungs fólks í Japan og á Íslandi.
Viðskiptaráð Íslands hefur í gegnum tíðina verðlaunað nema sem útskrifast með láði frá viðskiptadeild og alþjóðadeild Verzlunarskóla Íslands. Síðastliðinn laugardag, þann 26. maí sl. var árleg útskrift Verzlunarskólans haldin með óvenjulegu sniði þar sem fyrsti árgangur þriggja ára ...
Tengslaviðburðurinn NÝ-SKÖPUN-NÝ-TENGSL fór fram í tíunda skipti í gærkvöldi. Að þessu sinni bauð Marel heim og tóku þær Linda Jónsdóttir, fjármálastjóri og Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, yfirmaður vöruþróunar á Íslandi og Bretlandi, á móti gestum.
Hér hefst útsending frá opnum fundi í Silfurbergi; Rekstrarumhverfið á eyríkinu Íslandi. Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins, Íslandsstofa, SKR lögfræðiþjónusta, Grant Thornton og GAMMA standa að fundinum.
Viðskiptaráð Íslands auglýsir eftir lögfræðingi ráðsins. Starfið krefst frumkvæðis og hæfileika til að laga sig að fjölbreyttum og krefjandi verkefnum.
Fulltrúar Viðskiptaráðs Íslands og Samtaka atvinnulífins o.fl. gerðu alvarlegar athugasemdir við drög að frumvarpi til nýrra persónuverndarlaga. Fulltrúar samtakanna fylgdu umsögninni eftir með fundi með Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra og embættismönnum.
Viðskiptaráð Íslands fagnar fyrirætlunum stjórnvalda um afnám þaks á endurgreiðslur rannsókna- og þróunarkostnaðar fyrirtækja, sem boðaðar eru í fjármálaáætlun 2019-2023.
Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, hélt erindi á ráðstefnu um viðskipti og ríkiserindrekstur á 21. öld (e. Trade and Diplomacy in the 21st Century) fyrir fullum Hátíðarsal Háskóla Íslands. Ráðstefnan var haldin af utanríkisráðuneytinu og alþjóðadeild Háskóla Íslands í samstarfi við ...
Viðskiptaráð Íslands verðlaunaði sigurlið Stjórnunarkeppninnar sem haldin var 14. mars sl. Verzlingarnir Arnaldur Þór Guðmundsson, Atli Snær Jóhannsson og Gísli Þór Gunnarsson báru sigur úr býtum eftir að hafa rekið súkkulaðiverksmiðju yfir fimm ára tímabil.
Viðskiptaráð Íslands auglýsir eftir sérfræðingi á hagfræðisviði. Við leitum að kraftmiklum og metnaðarfullum einstaklingi sem vill krefjandi starfsreynslu og bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja á Íslandi.
Erindi Viðskiptaþings 2018 eru aðgengileg á spilunarrás okkar á YouTube. Er þeim skipt niður eftir framsögumönnum þannig að auðvelt er að velja sinn uppáhalds fyrirlesara og flakka á milli.
Á aðalfundi Viðskiptaráðs sem fram fór í morgun voru kynnt úrslit kosninga til formanns og stjórnar ráðsins fyrir tímabilið 2018-2020. Í nýkjörinni stjórn Viðskiptaráðs fyrir tímabilið 2018-2020 eru kynjahlutföll nánast jöfn, 47% konur og 53% karlar. Er það langhæsta hlutfall kvenna í stjórn ...
Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs, lagði í ávarpi sínu á Viðskiptaþingi, sem nú stendur yfir, áherslu á rétt viðmót fyrirtækja og stjórnvalda við þeim öru tæknibreytingum sem nú eiga sér stað.
Á Viðskiptaþingi 2018 voru veittir árlegir námsstyrkir úr Menntasjóði Viðskiptaráðs Íslands. Í ár var sérstaklega sóst eftir umsækjendum sem stunda nám og rannsóknir tengdum stafrænni tækniþróun.
Viðskiptaþing 2018 hefst nú klukkan 13:00. Þú getur horft á streymi af ræðum Katrínar Olgu Jóhannesdóttar, formanns Viðskiptaráðs, og Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra hér.
Dagskrá Viðskiptaþings 2018 er nú kynnt til leiks og skartar glæsilegum hópi framsögumanna og efnivið með eftirsóttum aðalfyrirlesurum á sviði stafrænna tæknibreytinga á heimsvísu.
Viðskiptaráð Íslands hefur í gegnum tíðina verðlaunað nema sem útskrifast með láði frá Háskólanum í Reykjavík. Síðastliðinn laugardag, þann 10. febrúar sl., var árleg útskrift HR þar sem Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, flutti ræðu og verðlaunaði fjóra nemendur.
Síðastliðinn fimmtudag fór fram móttaka á vegum Utanríkisráðuneytisins fyrir Alþjóðasvið Viðskiptaráðs og 13 millilandaráð þess. Var móttakan haldin í tilefni af skýrslunni „Utanríkisþjónusta til framtíðar“ og þeirra fjölmörgu snertifleta sem skýrslan á við millilandaráðin 13 sem heyra til ...
Í tilefni af frönsku nýsköpunarvikunni á Íslandi (French Innovation Week) kemur Olivier Crouzet, kennslustjóri School 42, til landsins og leiðir okkur í allan sannleikann um aðferðafræði skólans. Fyrirlesturinn er opinn öllum þann 15. febrúar í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 24, frá 12:00 - 13:15. ...
Nýútkomin skýrsla nefndar Menntamálaráðuneytisins um bætt rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla er fagnaðarefni. Almennt eru tillögur skýrslunnar til þess fallnar að bæta umhverfi-einkarekinna fjölmiðla hér á landi.
Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fer fram miðvikudaginn 14. febrúar kl. 9.00 á Hilton Reykjavík Nordica. Fulltrúum allra aðildarfélaga er heimilt að sækja fundinn.
Hinn árlegi Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs og SA fer fram í 15. sinn á Grand Hóteli Reykjavík 16. janúar nk., klukkan 8.30 - 10.00. Léttur morgunverður frá kl. 8.00.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um námsstyrki úr Menntasjóði Viðskiptaráðs. Alls verða veittir fjórir styrkir að upphæð 1.000.000 kr. hver. Umsóknarfrestur er til og með 8. janúar 2018. Tilkynnt verður um styrkþega á Viðskiptaþingi þann 14. febrúar 2018.
Rafræn miðasala er nú hafin á Viðskiptaþing 2018, sem fram fer 14. febrúar, og ber yfirskriftina Straumhvörf: Samkeppnishæfni í stafrænum heimi. Aðalfyrirlesari þingsins 2018 er Andrew McAfee, einn eftirsóttasti ráðgjafi heims á sviði stafrænna tæknibreytinga.