Á hverju ári veitir Viðskiptaráð Íslands umsagnir um tugi lagafrumvarpa og þingsályktunartillagna sem lögð eru fram á Alþingi. Í flestum tilfellum er um að ræða frumvörp sem varða viðskiptalífið með beinum eða óbeinum hætti.
Viðskiptaráð hvetur Reykjavíkurborg til að skapa atvinnulífinu gott rekstrarumhverfi og leggja þar sérstaka áherslu á alþjóðageirann í samræmi við skýrslu Viðskiptaþings
Sem betur fer er tilefni til að færa áherslu ríkisfjármála í auknum mæli að því síðarnefnda og ætti forgangsatriði ríkisfjármála að vera að stuðla að viðspyrnu hagkerfisins og útrýmingu atvinnuleysis.
Aukið gagnsæi þessarar skattheimtu eykur ekki aðeins kostnaðarvitund almennings þegar kemur að tekjuöflun RÚV, heldur styrkir hún einnig forsendur fyrir virku aðhaldi frá skattgreiðendum.
Verði þessi breyting að veruleika verður ekki einungis hægt að leggja af sérmerkingar með límmiðum, og lækka þannig kostnað og vöruverð, heldur er einnig hægt að veita ítarlegri upplýsingar en komast fyrir á prentuðum miða.
Einokunarstaða ÁTVR hefur þær afleiðingar að kraftar samkeppni leiða ekki til aukinnar hagkvæmni í rekstri líkt og raunin hefur verið í verslun með aðrar vörutegundir.
Viðskiptaráð fagnar frekari sameiningu sveitarfélaga hérlendis og bendir á að draga þurfi úr vægi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga þar sem hann brenglar hvata sveitarfélaga til sameiningar
Viðskiptaráð getur ekki stutt Hálendisþjóðagarð í óbreyttri mynd og leggur til að varfærnari skref verði stigin til að skapa sátt og mæta ólíkum sjónarmiðum