Leyndir gallar fasteignagjalda

Fasteignaeigendur hafa sætt skattlagningu allt frá því að tíundin var lögfest á Alþingi árið 1096. Síðan þá hafa misræmi, óskilvirkni og neikvæð áhrif fasteignaskatta smám saman verið aukin og ógagnsæi ríkir um álagningu þeirra. Í dag er fyrirkomulag fasteignaskatta óhagkvæmt.

Lesa skoðun

Í skoðuninni kemur eftirfarandi fram:

  • Atvinnuhúsnæði er skattlagt sexfalt á við íbúðarhúsnæði. Sveitarfélög leggja að meðaltali 1,64% fasteignaskatt á atvinnuhúsnæði samanborið við 0,29% á íbúðarhúsnæði.
  • Stimpilgjöld voru tvöfölduð á einstaklinga og fjórfölduð á lögaðila árið 2013 vegna fasteignaviðskipta þrátt fyrir að gjöldin hafi skaðlegri áhrif en flestir aðrir skattar.
  • Þrír fjórðu hlutar fasteignaskatta leggjast á byggingar en fjórðungur á lóðir. Réttara væri að hærra hlutfall skattheimtunnar leggist á lóðir til að auka fjárfestingu og hagkvæmni byggðaþróunar.
  • Álagning fasteignagjalda hjá sveitarfélögum er margvísleg. Til dæmis eru a.m.k. fjórar aðferðir notaðar við ákvörðun vatnsgjalds.

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að ráðast í ferns konar úrbætur. Í fyrsta lagi að samræma skattlagningu á fasteignamarkaði fyrir ólíkar tegundir húsnæðis. Í öðru lagi að afnema stimpilgjöld vegna fasteignaviðskipta. Í þriðja lagi að skattleggja landsvæði í stað bygginga. Í fjórða lagi að auka gagnsæi við álagningu fasteignaskatta. Slíkar breytingar myndu auka skilvirkni á fasteignamarkaði og styðja þannig við vaxandi framleiðni án þess að skatttekjur hins opinbera skerðist. 

Tengt efni

Óábyrgt að víkja frá ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar

Viðskiptaráð gagnrýnir frumvarp sem veitir heimild til að víkja frá ráðgjöf ...

Sex hlutir sem þú vissir ekki um húsnæðisfélög

„Hjá ASÍ virðist ríkja sú skoðun að þeir sem hljóta styrki úr opinberum kerfum ...

Steypt í skakkt mót: áhrif húsnæðisstefnu stjórnvalda 

Stjórnvöld áforma að 45% nýrra íbúða í Reykjavík fari í niðurgreidd ...