Upplagseftirlit Viðskiptaráðs lagt niður

Viðskiptaráð Íslands hefur frá og með 1. júlí sagt upp verksamningi sínum við þátttakendur Upplagseftirlits Viðskiptaráðs. Upplagseftirlitið hefur verið starfrækt frá miðbiki áttunda áratugar síðustu aldar og var eftirlitið á sínum tíma nauðsynleg upplýsingaveita fyrir auglýsendur og útgefendur. Öflug íslensk fyrirtæki hafa á undanförnum árum tekið við þessu hlutverki eftirlitsins og sinnt þörfum útgefenda og auglýsenda með umtalsvert betri hætti sem er fagnaðarefni að mati ráðsins.

Viðskiptaráð vill þakka þátttakendum Upplagseftirlitsins fyrir ánægjulegt samstarf undanfarin ár og óskar þeim velfarnarðar í framtíðinni.

Nánari upplýsingar veitir Haraldur I. Birgisson, lögfræðingur Viðskiptaráðs i síma 510-7100

Tengt efni

Ísland hækkar um tvö sæti í samkeppnishæfni á milli ára

Ísland hækkar um tvö sæti milli ára í samkeppnishæfni og situr í 15. sæti af 69 ...

Viðskiptaþing 2012: Skýrsla Viðskiptaþings aðgengileg

Í skýrslu til Viðskiptaþings er fjallað nánar um efni þingsins, þ.e. Hvers virði ...
15. feb 2012

Vilhjálmur Egilsson áritaði nýja bók

Vilhjálmur Egilsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og ...