Garðar Víðir nýr formaður Gerðardóms VÍ

Ný stjórn Gerðardóms Viðskiptaráðs tók við störfum í maí síðastliðnum. Garðar Víðir Gunnarsson er nýr formaður dómsins og Finnur Magnússon hefur tekið sæti í stjórn.  

Garðar Víðir Gunnarsson er lögmaður og eigandi á LEX lögmannsstofu.

Tenglar

Garðar Víðir Gunnarsson er nýr formaður Gerðardóms Viðskiptaráðs Íslands (GVÍ). Hann tekur við formennsku af Mörtu Guðrúnu Blöndal sem jafnframt lét af stjórnarsetu.  

Garðar er lögmaður og eigandi á LEX lögmannsstofu. Sérsvið Garðars Víðis eru skatta- og félagaréttur, kaup og sala fyrirtækja og erlendar fjárfestingar. Garðar Víðir er auk þess sérfræðingur á sviði gerðardómsréttar en hann lauk meistaragráðu (LL.M.) í alþjóðlegum gerðardómsrétti frá Stokkhólmsháskóla árið 2008, hefur reynslu af málflutningi fyrir alþjóðlegum gerðardómum og átti um árabil sæti í International Court of Arbitration hjá Alþjóðaviðskiptaráðinu í París. 

Þá hefur Finnur Magnússon tekið sæti í stjórn dómsins og gegnir varaformennsku. Finnur er lögmaður með málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti og eigandi hjá Juris lögmannsstofu. Hann lauk doktorsnámi frá Háskólanum í Vín árið 2013. Finnur hefur víðtæka reynslu í ráðgjöf íslenskum og erlendum aðilum varðandi fjármálalöggjöf, félagarétt, EES-rétt og alþjóðlega fjárfestingarsamninga. Hann hefur jafnframt tekið þátt í málflutningi fyrir alþjóðlegum gerðardómum og veitt ráðgjöf fjármálastofnunum og ríkisstjórnum. 

Í stjórn Gerðardóms Viðskiptaráðs sitja eftirfarandi: 

  • Garðar Víðir Gunnarsson, formaður - lögmaður og eigandi á Lex lögmannsstofu 
  • Agla Eir Vilhjálmsdóttir -  lögmaður hjá BBA//Fjeldco 
  • Finnur Magnússon - lögmaður og eigandi Juris lögmannsstofu 
  • Halla Björgvinsdóttir - yfirlögfræðingur Embla Medical 
  • Haraldur I. Birgisson - lögmaður og meðeigandi hjá Deloitte Legal 

Lísbet Sigurðardóttir er nýr framkvæmdastjóri Gerðardóms VÍ og tekur hún við stöðunni af Maríu Guðjónsdóttur.

Gerðardómur Viðskiptaráðs er sjálfstæð gerðardómsstofnun sem veitir aðilum úrlausn ágreiningsmála með skjótari og öruggari hætti en hið almenna dómskeri. Dómurinn er hlutlaus aðili sem leggur hlutlægt mat á úrlausnarefni en málum á borði dómsins hefur farið fjölgandi að undanförnum árum. Gerðardómurinn hefur verið rekinn, með hléum, af Viðskiptaráði frá árinu 1921. 

Tengt efni

Alvarlegar athugasemdir gerðar við misræmi í skólakerfinu 

Viðskiptaráð hefur sent mennta- og barnamálaráðherra og umboðsmanni Alþingis ...

María nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs

María kemur frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu og mun hefja störf ...
12. maí 2023

Gerðardómur Viðskiptaráðs innleiðir stafræna lausn Justikal

"Með tilkomu stafræna réttarkerfisins getum við veitt skjólstæðingum okkar ...
24. apr 2023