Viðskiptaráð heldur reglulega fundi þar sem ákveðin málefni eru tekin til umræðu og afstaða ráðsins kynnt. Algengt er að ráðið haldi slíka fundi í tengslum við útgáfu skýrslna eða annars efnis. Fundirnir eru í mörgum tilfellum haldnir í samstarfi við aðildarfélög með beinum eða óbeinum hætti.
Á stuttum morgunfundi mun Þórdís Jóna Sigurðardóttir, framkvæmdastýra Hjallastefnunnar fara yfir aðferðafræði og byltingarkenndar leiðir til að ná fram því besta frá starfsfólki og fjalla m.a. um vinnutímastyttingu og valdeflingu.
Árlegur Peningamálafundur Viðskiptaráðs fer fram 7. nóvember nk. á Hilton Nordica og ber hann yfirskriftina Ótroðnar lágvaxtaslóðir enda hafa meginvextir Seðlabankans aldrei verið lægri.
Ráðstefna í samvinnu Manino og Viðskiptaráðs Íslands um nútíma stjórnunaraðferðir og hvernig vinnustaðir geta innleitt frelsi á vinnustað með því að efla starfsfólk og búa til vinnukerfi sem laða fram hugmyndaauðgi starfsmanna.
Viðskiptaráð Íslands og Íslandsbanki bjóða á morgunverðarfund á Hilton Nordica þar sem niðurstöður viðskiptaháskólans IMD á samkeppnishæfni Íslands fyrir árið 2019 verða kynntar.
Ráðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur kannaði nýlega eftirlitsmenningu á Íslandi. Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar á morgunverðarfundi þann 16. apríl milli klukkan 08:30 og 10:00 á Grand Hótel. Húsið opnar 08:00.
Árlegur Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs Íslands og Samtaka atvinnulífsins verður haldinn í 17. skipti þriðjudaginn 15. janúar. Léttur morgunverður hefst klukkan 08:00 og erindi verða frá 08:30 til 10:00.