Viðskiptaráð heldur reglulega fundi þar sem ákveðin málefni eru tekin til umræðu og afstaða ráðsins kynnt. Algengt er að ráðið haldi slíka fundi í tengslum við útgáfu skýrslna eða annars efnis. Fundirnir eru í mörgum tilfellum haldnir í samstarfi við aðildarfélög með beinum eða óbeinum hætti.
Fimmtudaginn 7. desember efnir Græni krossinn til sinnar fyrstu ráðstefnu um öryggis- og heilbrigðismál á vinnustöðum og í samfélaginu. Græni Krossinn eru samtök sem hafa það stefnumið að stuðla að auknu öryggi og heilbrigði á vinnustöðum og í samfélaginu. Leitast verður við að svara ...
Viðskiptaráð Íslands, í samstarfi við Deloitte, stendur fyrir morgunverðarfundi um erlent vinnuafl þann 28. nóvember kl. 8.30-9.45. Erlendur Hjaltason, forstjóri Exista og formaður Viðskiptaráðs, setur fundinn. Framsögumenn eru Jóhanna Waagfjörd, framkvæmdastjóri Haga, Páll Jóhannesson, ...
Morgunverðarfundur um stöðu samgöngumála og mögulegar lausnir og úrbætur á því sviði verður haldinn þann 22. nóvember. Fundurinn er haldinn í samvinnu við Samtök verslunar og þjónustu. Fundarstjóri er Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrarbæjar.
Háskólinn í Reykjavík stendur fyrir ráðstefnunni Þitt tækifæri - allra hagur í samstarfi við KOM almanntengsl á Nordica hotel 15. nóvember 2006 kl. 13:00-17:00. Ráðstefnan fjallar um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja (Corporate Social Responsibility - CSR).
Viðskiptaráð vekur athygli á ráðstefnu í tilefni útkomu skýrslu um alþjóðlega fjármálastarfsemi á Íslandi. Ráðstefnan verður í Þjóðleikhúsinu 10. nóvember og hefst klukkan 13:00. Skýrslan er unnin á vegum nefndar forsætisráðherra um alþjóðlega fjármálastarfsemi. Að lokinni ráðstefnu verður móttaka í ...
Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands ræðir stöðu efnahagsmála í tilefni af útgáfu peningamála. Þátttakendur í panelumræðum eru Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar KB banka, Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður ...
Viðskiptaráð stendur fyrir morgunverðarfundi undir yfirskriftinni „Er krónan að laumast út bakdyramegin.“ Ræðumenn eru Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður Marels og Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá rannsóknar- og spádeild Seðlabankans. Fundarstjóri er Edda Rós Karlsdóttir, ...
Framkvæmdastjórn Viðskiptaráðs Íslands býður til mannfagnaðar við opnun myndlistarsýningar Jóhanns Ingimarssonar (Nóa) í húsakynnum VÍ. Erlendur Hjaltason, formaður VÍ, býður gesti velkomna og Halla Tómasdóttir , framkvæmdastjóri, ræðir starf ráðsins. Hér gefst öllum félögum Viðskiptaráðsins kjörið ...
Sátt, félag um sáttamiðlun, Viðskiptaráð Íslands, Lögmannafélagið og Dómarafélagið standa fyrir opnum morgunverðarfundi um sáttamiðlun. Hvað er sáttamiðlun? Hvernig fer sáttamiðlun fram? Hver er reynsla annarra landa af sáttamiðlun? Hverjir geta verið sáttamenn? Sáttamiðlun í viðskiptalífinu og ...
The British-Icelandic Chamber of Commerce will host an evening summer reception at The Dell in Hyde Park, London on Thursday 8th June. This is a good chance to see all your friends, fellow members and business contacts before the summer break.
How are leading Icelandic companies emerging as global players? Will the recent slump of the Icelandic krona slow the growth necessary to attract international investors? To debate these and other key questions with a specially invited audience of your international and local peers, please reserve ...
Viðskiptaráð Íslands gaf í síðustu viku út skýrslu um fjármálastöðuleika á Íslandi eftir prófessorana Tryggva Þór Herbertsson og Frederic S. Mishkin. Umræður verða að lokinni framsögu annars höfunda skýrslunnar. Erlendur Hjaltason formaður Viðskiptaráðs stjórnar fundinum.
Kynningarfundur Íslensk-kanadíska viðskiptaráðsins (ICCC, Icelandic-Canadian Chamber of Commerce) verður haldinn hjá Útflutningsráði Íslands, Borgartúni 35 í fundarsal á 6. hæð, fimmtudaginn 11. maí nk. kl. 9.30. Formaður ráðsins, Gordon J. Reykdal ræðismaður Íslands í Edmonton og Walter Sopher ...
Viðskiptaráð Íslands í samstarfi við Vaxtarsamning Eyjafjarðar boðar til hádegisfundar fimmtudaginn 23. mars 2006 klukkan 12:00 á Hótel KEA. Davíð Þorláksson frá Viðskiptaráði kynnir skýrsluna Ísland 2015 en að því loknu verða pallborðsumræður um samkeppnishæfni atvinnulífs í Eyjafirði með fulltrúum ...
Fransk-íslenska viðskiptaráðið stendur fyrir kynningu á íslenska fjármálamarkaðnum og fjárfestingum á Íslandi og fjárfestingum Íslendinga erlendis í París þann 21. mars í tengslum við komu Geirs H. Haarde, utanríkisráðherra til Parísar en hann mun eiga vinnufund með starfsbróður sínum, Philippe ...
Íslensk-ameríska viðskiptaráðið stendur fyrir ráðstefnu í New York fimmtudaginn 2. mars n.k. þar sem m.a. verður fjallað um fjárfestingatækifæri á Íslandi og í Bandaríkjunum. Efni fundarins spannar allt frá umjöllun um orkukostnað á Íslandi, og ferðaiðnað landsins til einkavæðingar bankastofnana.
Hollenska borgin Almere er framsækin og nútímaleg borg þar sem hvert einasta hús: opinberar byggingar, fyrirtæki og heimili eru tengd fullkomnu ljósleiðaraneti. Senn standa bæði Seltjarnarnes og Akranes jafnfætis Almere hvað varðar aðgengi að ljósleiðaraneti.
Morgunverðarfundur í samstarfi Orkuveitu Reykjavíkur, Seltjarnarnesbæjar og Viðskiptaráðs Íslands. Frummælandi fundarins er Dolf Zantinge, þekktur sérfræðingur í samskiptatækni. Hann er m.a. stjórnarformaður Unet í Hollandi. Fundarstjóri er Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar.
Dagskrá Viðskiptaþings 2006 hefur nú verið birt en þingið fer fram á Hilton Reykjavík Nordica kl. 13.30 þann 8. febrúar. Jón Karl Ólafsson, formaður Viðskiptaráðs, opnar fundinn og að því loknu tekur til máls Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra.
Föstudaginn 20. janúar nk. kl. 16:00 opnar Kristín Geirsdóttir, myndlistarmaður sýningu á verkum sínum í húsakynnum Viðskiptaráðs, Kringlunni 7. Kristín útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands, málaradeild 1989.
Þann 20. janúar nk. stendur Bresk-íslenska viðskiptaráðið fyrir hádegisverðarfundi með Geir H. Haarde, Utanríkisráðherra, í London. Icelandair og Íslandsbanki styrkja viðburðinn, sem verður haldinn á Jumeirah Carlton Towers hótelinu, Cadogan Place, London SW1.