Viðskiptaráð heldur reglulega fundi þar sem ákveðin málefni eru tekin til umræðu og afstaða ráðsins kynnt. Algengt er að ráðið haldi slíka fundi í tengslum við útgáfu skýrslna eða annars efnis. Fundirnir eru í mörgum tilfellum haldnir í samstarfi við aðildarfélög með beinum eða óbeinum hætti.
Aðalfundur Alþjóða verslunarráðsins verður haldinn föstudaginn 10. desember í Þingholti, Hótel Holti, kl 12:00-13:30. Jóhannes Jónsson, Baugur Group hf, verður sérstakur gestur fundarins og heldur erindi um útrás Baugs.
Verslunarráð Íslands stendur fyrir morgunverðarfundi um innra eftirlit fyrirtækja. Framsöguerindi: Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Landssíma Íslands hf. Ólafur Kristinsson, endurskoðandi hjá PricewaterhouseCoopers (PwC) Heiðrún Jónsdóttir hdl., Lex lögmannsstofa Hver er eftirlitshlutverk stjórna hjá ...
Verslunarráð Íslands stendur fyrir morgunverðarfundi um innra eftirlit - andvökunætur stjórnenda. Framsöguerindi: Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Landssíma Íslands hf., Ólafur Kristinsson, endurskoðandi hjá PwC og Heiðrún Jónsdóttir hdl., Lex lögmannsstofa.
Peningamál, ársfjórðungsrit Seðlabanka Íslands kemur næst út 2. desember. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri kynnir skýrsluna og gerir grein fyrir afstöðu bankans til efnahagsmálanna á morgunverðarfundi Verslunarráðs föstudaginn 3. desember.
Miðvikudaginn 24.nóv kl. 12 hefst sýning Landssambands hugvitsmanna (LHM) á framleiðslu nokkurra félagsmanna sambandsins. Frú Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra opnar sýninguna. Þetta er liður í því að kynna almenningi LHM og sýna hinar fjölbreyttu framleiðsluvörur sem félagsmenn ...
Morgunverðarfundur Verslunarráðs Íslands fimmtudaginn 25. nóvember 2004, kl. 8:30 - 9:45. Fjallað verður um markaðsvæðingu orkukerfisins og Verslunarráð kynnir nýja skýrslu. Rætt verður um hvaða möguleikar felast í nýjum orkulögum, hvort einkarekstur orkukerfis sé raunhæfur, hvort önnur sjónarmið ...
Morgunverðarfundur um eignatengsl í íslensku viðskiptalífi fer fram þann 12. nóvember í Sunnusal Radisson SAS Hótel Sögu kl. 8.30-9.45. Frummælendur eru Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Talnakönnunar hf. og Gylfi Magnússon, dósent við ...
Aðalfundur Dansk-íslenska verslunarráðsins verður haldinn í salarkynnum VÍ, miðvikudaginn 27. október og hefst kl. 16:30. Gestur fundarins er Lasse Reiman, sendiherra Dana á Íslandi.
Verslunarráð Íslands í samvinnu við Kauphöll Íslands stendur fyrir morgunverðarfundi um erlendar fjárfestingar í íslenskum sjávarútvegi. Þorsteinn Pálsson sendiherra, Finnbogi Jónsson starfandi stjórnarformaður Samherja og Þórður Friðjónsson forstjóri Kauphallar Íslands flytja erindi. Fundarstjóri ...
Vinnustaðasamningar fyrirtækja. Eiga vinnustaðasamningar alltaf við? Er sjávarútvegur að dragast aftur varðandi vinnustaðasamninga? Geta vinnustaðasamningar ógnað sátt á vinnumarkaði? Fundurinn er öllum opinn en skráning er æskileg í síma 510 7100, í bréfsíma 568 6564 eða með tölvupósti í fundir@vi.is
Á afmælisdegi Verslunarráðs, föstudaginn 17. september kl. 16, er félögum ráðsins boðið að koma á haustkynningu. Kynnt verða þau mál sem verða í brennidepli fram til hausts 2005. Félögum ráðsins gefst tækifæri til að koma með ábendingar um mál til skoðunar, ræða við starfsmenn og stjórnarmenn um ...