Í hvað fara launin mín?

Til að greiða hálfa milljón í grunnlaun þarf að leggja út sem nemur 740 þúsund krónur á mánuði. Þetta kemur fram á nýrri infógrafík Viðskiptaráðs.

Nálgast má grafíkina á slóðinni vi.is/launin-min

Fyrir starfsmenn skipta útborguð mánaðarlaun mestu máli. Vinnuveitendur horfa hins vegar á heildarkostnað vegna launa og launatengdra gjalda. Á milli þessara tveggja stærða er breitt bil. Auk beinna launa greiða vinnuveitendur tryggingagjald og mótframlag til lífeyris. Því til viðbótar njóta starfsmenn orlofsréttinda og annarra fríðinda sem ekki koma fram á launaseðli. Til að geta greitt starfsmanni 500 þúsund krónur í grunnlaun þarf því að leggja út sem nemur 740 þúsund krónum á mánuði. Eftir lögboðnar skatt- og lífeyrisgreiðslur nema grunnlaunin um 340 þúsund krónum.

Bilið á milli kostnaðar vinnuveitanda og grunnlauna starfsmanns eftir skatt nemur því 400 þúsund krónum. Undir slíkum kringumstæðum er hætt við að upplifun þessara tveggja aðila á launakjörum sé ólík.

Viðskiptaráð hvetur til að dregið verði úr þessum mismun með lækkun launatengdra skatta (tryggingagjalds, tekjuskatts og útsvars) samhliða afnámi samningsbundinna eingreiðslna.

Tengt efni

Gleðilega útborgun

„Fyrir hverja krónu af útborguðum launum starfsmanns þarf vinnuveitandi að ...

Útborgunardagurinn er í dag

Útborgunardagurinn 2025 er í dag, þann 27. júní. Frá þessum degi byrjar ...

Fimm staðreyndir inn í kjaraviðræður

Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði, skrifar um fimm staðreyndir ...
24. jan 2024