Menntun er fjársjóður - hátíðarræða við brautskráningu frá HR 

Laugardaginn 21. júní útskrifuðust 697 nemendur frá Háskólanum í Reykjavík. Í tilefni brautskráningarinnar hélt Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi og stjórnarmaður í Viðskiptaráði, hátíðarræðu. Þar fjallaði hún um mikilvægi menntunar sem hornsteinn framfara og bættra lífskjara hér á landi.  

Laugardaginn 21. júní útskrifuðust 697 nemendur frá Háskólanum í Reykjavík og fór útskriftarathöfnin fram í Eldborg í Hörpu. Í tilefni brautskráningarinnar hélt Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi, hátíðarræðu. Þar fjallaði hún um áherslu Viðskiptaráðs á mikilvægi menntunar og að menntun sé hornsteinn framfara og bættra lífkjara hér á landi.  

Í ræðu sinni hvatti Ásta útskriftarnemendur til dáða og líkti menntun við fjársjóð sem enginn gæti tekið frá þeim. Hún hvatti nemendur til að fara eigin leiðir og hafa hugrekki til að prófa að gera það sem þá raunverulega langar til að gera að lokinni útskrift. 

„Með því að hafa trú á sjálfum sér og þor til að grípa þau tækifæri sem bíða ykkar þarna úti munið þið ná enn meiri árangri en þið hefðuð sjálf trúað í upphafi,“ sagði Ásta í ræðu sinni. 

Ásta veitti jafnframt viðurkenningar fyrir hönd Viðskiptaráðs, en hefð er fyrir því að ráðið veiti þeim nemanda sem hæstu einkunn fær frá hverri deild HR viðurkenningu við útskrift. Viðurkenningin að þessu sinni voru ritin Hagfræði í hnotskurn eftir Henry Hazlitt og Lifað með öldinni eftir Jóhannes Nordal.  

Eftirtaldir hlutu viðurkenningu: 

  • Úr íþróttafræðideild - Diljá Ósk Snjólfsdóttir 
  • Úr íþróttafræðideild - Heiðrún Huld Gestsdóttir 
  • Úr lagadeild - Helga Malen Sigurjónsdóttir 
  • Úr sálfræðideild - Birta María Aðalsteinsdóttir 
  • Úr sálfræðideild - Sóley Breiðfjörð Jónsdóttir 
  • Úr sálfræðideild - Telma Fanney Magnúsdóttir 
  • Úr tölvunarfræðideild - Dagur Þórisson 
  • Úr verkfræðideild - Jóhann Jörgen Kjerúlf 
  • Úr viðskipta- og hagfræðideild - Hanna Regína Einarsdóttir 

Hátíðarræðu Ástu má nálgast hér

Sjá nánari umfjöllun á vef Háskólans í Reykjavík

Ásta S. Fjeldsted ásamt Ragnhildi Helgadóttur, rektor HR, og verðlaunahöfum (ljósmyndir: HR / Kristinn Magnússon) 

Hér vantar að setja mynd

Tengt efni

Afsakið hlé: umhverfi fjölmiðla á Íslandi 

Umsvif einkarekinna fjölmiðla á Íslandi hafa minnkað undanfarin ár. Á sama tíma ...

Ávarp forsætisráðherra á Viðskiptaþingi

Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, flutti ávarp á Viðskiptaþingi 2025. Í ...

Stöðnun á grunnskólastigi - hátíðarræða við brautskráningu frá HR

Laugardaginn 22. júní útskrifuðust 692 nemendur frá Háskólanum í Reykjavík. Í ...
24. jún 2024